Hlusta?
Við erum byrjuð með nýtt vikulegt áskriftarhlaðvarp. Lauflétt og fræðandi femínískt hlaðvarp með hjónunum Huldu Tölgyes og Þorsteini V. Klípusögur, örskýringar, æskuminningar, sambönd, þriðja vaktin og pirringur vikunnar og fleira.
290 kr á viku
Hér getur þú bókað fyrirlestra , keypt Þriðju vaktina og styrkt okkur.
Fyrirlestrar fyrir vinnustaði
Við bjóðum vinnustöðum, foreldrahópum, skólum, pörum og hópum upp á fyrirlestra, námskeið og fræðsluerindi. Undanfarin ár höfum við heimsótt fjölda vinnustaða og skóla ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Við bjóðum upp á nokkur ólík erindi og námskeið og getum einnig sér sniðið að þörfum hópa.
Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins
Heimilishald og uppeldi felur í sér ólaunaða og vanmetna vinnu. Körlum hættir til að ofmeta sitt framlag og gera lítið úr álaginu sem fellur oftast á konur. Í bókinni Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins fléttast innsýn höfunda saman við aðsendar reynslusögur og alþjóðlegar rannsóknir sem gefur lesendum færi á að sjá hvers vegna réttlát verkaskipting á heimilum er mikilvægt jafnréttismál.
Styrkja mánaðarlega
Með mánaðarlegum styrk stuðlar þú að frekari fræðsluefnisgerð á samfélagsmiðlunum @hulda.tolgyes og @karlmennskan auk þess að skapa okkur rými til að þróa frekara fræðsluefni í ýmsu formi. Þú tryggir að allt efni á samfélagsmiðlum sé opið, aðgengilegt og geti nýst áhugasömum til fræðslu, í kennslu eða almennri umræðu. Bakhjörlum býðst regluleg fræðsla með Þorsteini V. og Huldu Tölgyes, ásamt mögulegum gestum, þá fá bakhjarlar forgang á námskeið og afslátt af næstu bókum og öðru efni sem er til sölu. Mildi og mennska slf heldur utan um reksturinn.
Um okkur
Við erum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Við störfum saman og sitthvoru lagi. Hulda starfar við klíníska meðferð sem sálfræðingur, námskeiðahald, fyrirlestra og kennslu. Þorsteinn starfar aðallega við fyrirlestra og ráðgjöf í jafnréttismálum ásamt því að sjá um hlaðvarpið og samfélagsmiðilinn Karlmennskan. Hulda miðlar sálfræðilegu fræðsluefni á samfélagsmiðlum undir nafninu @Hulda.Tolgyes.
Við eigum saman félagið Mildi og mennska slf. sem heldur utan um allt okkar starf og sá um útgáfu á bókinni okkar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Við erum líka hjón, höfum verið saman í tíu ár og eigum saman þrjú börn og einn hund.