Skráning á biðlista?

Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista í meðferð til Huldu Tölgyes sálfræðings. Aðeins er pláss fyrir nokkra einstaklinga á biðlista en biðtíminn getur verið 8-12 mánuðir.

Um Huldu

Ég starfa sjálfstætt sem sálfræðingur og held utan um Instagram reikning (@hulda.tolgyes) þar sem ég miðla einföldu en hagnýtu fræðsluefni til að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi.

Ég sinni einstaklingsmeðferð, fyrirlestrum og fræðsluerindum fyrir hópa, stofnanir og fyrirtæki.

Menntun:

BSc í sálfræði, MSc diplóma í sálfræði uppeldis og menntunar, MSc í klínískri sálfræði.

Ég starfa með leyfi frá Landlæknisembættinu til að veita klíníska meðferð.